Breskur afi berst gegn Ríki íslams

mbl.is

Bretinn Jim Atherton ákvað að fara einn síns liðs til Íraks til þess að berjast gegn hryðjuverkasamtökunum Ríki íslams. Þar gekk hann til liðs við kristinu samtökin Dwekh Nawsha sem hafa það hlutverk að verja kristin þorp í landinu gegn árásum Ríkis íslams.

Haft er eftir Atherton á fréttavef Daily Telegraph að hann hafi ekki lengur getað horft upp á það sem væri að gerast í Írak án þess að gera eitthvað í málinu. Fram kemur að hann hafi ekki haft neina fyrri reynslu af herþjónustu en hafi selt bílinn sinn, tvö vélhjól og bát til þess að fjármagna vopnakaup áður en hann hélt til Íraks.

Fyrsta tilraun Athertons til þess að komast yfir til Íraks frá Tyrklandi hafi mistekist þar sem tyrknesk yfirvöld hafi stöðvað för hans en í annarri tilraun hafi það tekist. Haft er eftir honum að fjölskylda hans hafi tekið ákvörðun hans illa en hann hafi einfaldlega orðið að gera þetta. 

„Ég vil að barnabörn mín viti hvað raunverulega býr í mér. ... Ég er enginn Rambó en ég tel að ég sé góður hermaður,“ segir Atherton.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert