Allar líkur á að bannið nái til Íslands

Rússnesk stjórnvöld munu á næstunni taka ákvörðun um hvort viðskiptabann …
Rússnesk stjórnvöld munu á næstunni taka ákvörðun um hvort viðskiptabann sem lagt hefur verið á ríki Evrópusambandsins verði einnig yfirfært á sjö önnur ríki. Ísland er eitt þeirra ríkja. AFP

Allar líkur eru á að Rússa muni bæta við sjö löndum á lista sinn yfir þau ríki sem eru beitt viðskiptabanni. Ísland er eitt þessara landa,  en enn er þó óljóst hvort þetta muni hafa áhrif á makrílsölu Íslendinga til Rússlands. Áhrif þess gætu orðið talsverð fyrir íslenska útflytjendur, þar sem Rússland er stærsti markaðurinn fyrir makrílafurðir Íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja.

Varaforsætisráðherra Rússlands, Arkady Dvorkovich, sagði í samtali við RIA fréttastofuna í dag að Rússlandi væri nú að horfa til þess að bæta fleiri löndum á listann.

Rússneska fréttastofan Tass hefur eftir starfsmanni landbúnaðarráðuneytisins þar í landi að búið sé að senda tillögur til ríkisstjórnarinnar varðandi hvaða afurðir bannið ætti að ná til. Áður hafði komið fram að allar líkur væru á því að ef Rússa bættu fleiri löndum á listann, þá myndi viðskiptabannið ná yfir sömu vörur og frá þeim ríkjum sem nú þegar eru beitt viðskiptabanni af hálfu Rússlands. Þar með myndi lokast fyrir útflutning á makrílafurðum frá Íslandi til Rússlands.

Rússland hafði áður sett á viðskiptabann gagnvart ríkjum Evrópusambandsins og öðrum vesturveldum vegna viðskiptaþvingana þeirra gagnvart Rússlandi eftir aðkomu þeirra að stríðsátökum í Úkraínu. Þau lönd sem nú er rætt um að bæta við á listann, auk Íslands eru Svart­fjalla­land, Alban­ía, Nor­eg­ur, Lichten­stein og Úkraína.

Enn óljóst með makrílinn

Starfsmaður ráðuneytisins sem Tass ræddi við sagði að í sambandi við Ísland væri þó enn óljóst hvort mögulegt viðskiptabann myndi ná yfir „ákveðnar fiskitegundir.“

Mörg ís­lensk sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki hafa lýst áhyggj­um vegna máls­ins, en Íslend­ing­ar selja gríðarlega mikið af sjáv­ar­af­urðum til Rúss­lands. Þannig fór um helm­ing­ur mak­rílaf­urða árið 2013 til Rúss­lands og í heild er Rúss­land stærsti upp­sjáv­ar­markaður Íslend­inga. Í fyrra voru seld 120.000 tonn af upp­sjáv­ar­af­urðum þar, en um er að ræða mak­ríl, síld og loðnu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert