Fer Gore fram gegn Clinton?

Al Gore, fv. varaforseti Bandaríkjanna,
Al Gore, fv. varaforseti Bandaríkjanna, AFP

Einhverjir innan Demókrataflokksins velta því nú fyrir sér hvort Al Gore, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, sé reiðubúinn til þess að taka þátt í kapphlaupinu um að hljóta útnefningu flokksins fyrir forsetakosningarnar.

Guardian greinir frá þessu og vísar í frétt BuzzFeed þar að lútandi. Gore fram frambjóðandi demókrata í forsetakosningunum árið 2000. Hann fékk fleiri atkvæði heldur en keppinauturinn, George W. Bush, en færri kjörmenn.  Gore sagði á sínum tíma að ósigur sinn í forsetakosningunum árið 2000 fyrir George W. Bush hafi verið gífurleg vonbrigði. Í viðtölum sem Gore veitti vegna útkomu bókar eftir hann árið 2002, gagnrýndi hann niðurstöðu hæstaréttar Bandaríkjanna í atkvæðamálinu svonefnda á Flórída og segir hana hafa fært Bush sigurinn.  

„Ég trúi því að ef at­kvæði allra þeirra á Flórída, sem reyndu að kjósa, hefðu verið tal­in með rétt­um hætti, hefði ég unnið," seg­ir Gore í viðtali við Washingt­on Post Magaz­ine í nóvember 2002.

Gore var varaforseti í valdatíð Bills Clintons 1993-2001. Hins vegar hefur Gore ekkert minnst á það opinberlega að hafa áhuga á að taka þátt í forvalinu.

Al Gore hefur undanfarin ár verið afar áberandi í loftslagsumræðunni en hann fékk meðal annars Friðarverðlaun Nóbels fyrir hlut sinn í þeirri baráttu. Hann flutti meðal annars fyrirlestur um loftslagsmál í Háskólabíói árið 2008 og hann var hér einnig við veiðar í Vatnsdalsá fyrir ári síðan.

Öfgarnar aukast

Al Gore við veiðar í Vatnsdalsá

Al Gore og forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson,
Al Gore og forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson, mbl.is/Ómar Óskarsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert