Sjötíu féllu í árásum í Sýrlandi

AFP

Að minnsta kosti sjötíu manns létu lífið í loftárásum sýrlenska stjórnarhersins á markað í bænum Douma, sem er á valdi uppreisnarmanna, í Sýrlandi í morgun. Að minnsta kosti 200 manns slösuðust í árásunum.

Óttast er að tala látinna muni hækka, þar sem margir hinna slösuðu eru í alvarlegu ástandi, að sögn sýrlensku mannréttindavaktarinnar. Hún segir að flestir hinna látnu séu óbreyttir borgarar.

Um var að ræða fjórir loftárásir en fjölmargir voru samankomnir á markaðinum, í miðbæ Douma, í morgun. Bærinn er rétt hjá Damaskus, höfuðborg Sýrlands.

Stjórnarherinn hefur gert fjölmargar loftárásir í Ghouta-héraðinu á undanförnum misserum. Mannréttindasamtökin Amnesty International hafa gagnrýnt árásirnar harðlega og sagt þær jafngilda stríðsglæpum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert