Svíþjóðardemókratar stærstir í könnun

Jimmie Åkeson, leiðtogi SD
Jimmie Åkeson, leiðtogi SD AFP

Í nýjustu könnun YouGov sem birtist í dagblaðinu Metro mælast Svíþjóðardemókratar stærsti flokkurinn í Svíþjóð með 25,2% fylgi. Er þetta í fyrsta skiptið sem flokkurinn mælist stærstur í könnunum YouGov.

Sósíaldemókratarnir, sem eiga sæti í ríkisstjórn, mælist með 23,4% og Hægriflokkurinn mælist með 21%. Skoðanakönnunin var gerð í gegnum netið og bárust 1.527 svör.

Flokkurinn leggur áherslu á að takmarka fjölda innflytjenda sem koma til landsins. Hafa þeir meðal annars verið gagnrýndir fyrir málflutning sinn í garð innflytjenda. Formaðurinn, Jimmie Åkesson, hefur í gegnum tíðina þurft að reka meðlimi úr flokknum fyrir ummæli sem þeir hafa látið falla í viðtölum og á opinberum vettvangi.

Í síðustu þingkosningum fengu Svíþjóðardemókratar 10,5% sem var besta kosning flokksins frá upphafi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert