Vilja leikstjóra í 23 ára fangelsi

Oleg Sentsov
Oleg Sentsov AFP

Réttarhöld yfir úkraínska kvikmyndaleikstjóranum Oleg Sentsov hófust á nýjan leik í dag í Rússlandi en hann er sakaður um hryðjuverkastarfsemi. Saksóknari fer fram á að Sentsov verði dæmdur í 23 ára fangelsi.

Margir af helstu kvikmyndaleikstjórum Evrópu hafa ritað forseta Rússlands, Vladimír Pútín, og fleirum ráðamönnum í Kreml bréf þar sem þeir fara fram á að starfsbróður þeirra verði látinn laus.

Segir í tilkynningu á vef Evr­ópsku kvik­mynda­aka­demí­unnar (EFA) að málið sé tekið upp gegn Sentsov á ný þrátt fyrir að aðalviti saksóknara hafi dregið vitnisburð sinn til baka. 

Sentsov var hand­tek­inn í Kænug­arði fyr­ir að hafa tekið þátt í mót­mæl­um í Kænug­arði en þess var kraf­ist að þáver­andi stjórn­völd í Úkraínu myndu auka viðskipti við Evr­ópu­sam­bandið. Eins mót­mælti hann yf­ir­ráðum stjórn­ar­and­stæðinga sem börðust fyr­ir því að Krím yrði rúss­neskt landsvæði.

Sentsov var hand­tek­inn af rúss­nesku leyniþjón­ust­unni (FSB) á heim­ili sínu í Sim­feropol og flutt­ur í fang­elsi í Moskvu þar sem hann er í haldi. Hann er ákærður fyr­ir glæpi tengda hryðju­verk­um. Hann hefur setið í fangelsi í rúmt ár.

Meðal þeirra sem skrifa undir bréfið sem hægt er að lesa hér eru finnski leikstjórinn Aki Kaurismäki, þýski leikstjórinn Wim Wender, bresku leikstjórarnir Mike Leigh og Ken Loach og franski leikstjórinn Bertrand Tavernier.

Sakaðir um íkveikju

Við réttarhöldin í dag fór saksóknari framá að Oleg Sentsov yrði dæmdur í 23 ára fangelsi fyrir hryðjuverk. Réttarhöldin hafa vakið hörð viðbrögð á vesturlöndum en Sentsov og annar Úkraínumaður frá Krímskaga, Alexander Kolchenko, hafa setið í fangelsi síðan í maí í fyrra, alls 15 mánuði sakaðir um að hafa kveikt í skrifstofu stjórnmálaflokks sem styður yfirráð Rússa á svæðinu og að þeir hafi ætlað sér að sprengja upp styttu af Vladimír Lenín í borginni Simferpol.

Saksóknari hefur farið fram á að Kolchenko, sem styðir stjórnvöld í Kænugarði þrátt fyrir að vera búsettur á Krímskaga, í 12 ára fangelsi. Hann tók þátt í mótmælum í fyrra líkt og leikstjórinn.

ESB og Bandaríkin fara fram á lausn fanganna

Stuðningsmenn tvímenninganna segja að réttað sé yfir þeim líkt og þeir séu rússneskir án þess að þeir hafi sótt um rússneskan ríkisborgararétt. Segja þeir að málið gegn þeim sé tilbúningur og hafa bæði Evrópusambandið og Bandaríkin farið fram á að þeir verði látnir lausir.

Verjendur þeirra segja að þeir sem hafi borið vitni gegn þeim hafi verið pyntaðir til þess og þannig hafi þeir Sentsov og Kolchenko verið bendlaðir við öfgahægrisinna í Úkraínu (Right Sector) en samtökin eru bönnuð í Rússlandi.

Tveir þeirra sem saksóknari lagði fram sem vitni í málinu hafa fengið langa fangelsisdóma fyrir að neita að bera vitni gegn tvímenningunum við réttarhöldin.

 Autt sæti til stuðnings Sentsov

Oleg Sentsov
Oleg Sentsov AFP
Oleg Sentsov
Oleg Sentsov AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert