Fella niður ákærur gegn Sea Sheperd-liðum

Mótmæli gegn hvaladrápi Færeyinga við sendiráð Danmerkur í Berlín í …
Mótmæli gegn hvaladrápi Færeyinga við sendiráð Danmerkur í Berlín í sumar. AFP

Saksóknarar í Færeyjum ætla að láta ákærur falla niður gegn tveimur liðsmönnum náttúruverndarsamtakanna Sea Sheperd sem trufluðu grindarhvaladráp heimamanna fyrr í sumar. Þá verða ungir menn sem samtökin kærðu ekki heldur sóttir til saka. 

Í frétt á vef færeyska ríkisútvarpsins kemur fram að ákærurnar gegn tvímenningunum hafi verið felldar niður þegar tekið hafði verið tillit til allra gagna málsins. Ekki væri hægt að sýna fram á að skipstjóri skipsins Sam Simon, skipi Sea Sheperd, hafi brotið af sér.

Eins voru felldar niður kærur samtakanna á hendur þremur ungum mönnum sem þau sögðu að bundið reipi um skrúfu skipsins. Ekki hafi komið fram nein gögn um að nokkuð saknæmt hafi átt sér stað.

Frétt á vef færeyska ríkisútvarpsins

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert