Kljúfa sig úr Syriza-flokknum

Þingmaðurinn Panagiotis Lafazanis verður formaður nýja flokksins.
Þingmaðurinn Panagiotis Lafazanis verður formaður nýja flokksins. AFP

Hluti flokksmanna í Syriza-flokknum hefur ákveðið að kljúfa sig úr flokknum og stofna nýjan stjórnmálaflokk. Forsætisráðherra Grikklands og formaður Syriza, Alexis Tsipras, sagði af sér embætti í gær og boðað hefur verið til nýrra kosninga.

Tsipras ákvað að segja af sér í kjölfar þess að margir þingmanna Syriza greiddi ekki atkvæði með frumvarpi til laga um nýjasta björgunarpakkann fyrr í mánuðinum.

BBC segir að 25 þingmenn Syriza taki þátt í stofnun nýja flokksins sem hefur fengið nafnið Leiki Anotita (Alþýðufylkingin í lauslegri þýðingu).

Formaður flokksins verður fyrrverandi orkumálaráðherra Grikklands, Panagiotis Lafazanis, sem hefur gagnrýnt samninginn við lánadrottna harðlega. Samkvæmt lista með nöfnum þingmanna Syriza sem ætla að skipta um flokk þá eru forseti þingsins,  Zoe Konstantopulou og fyrrverandi fjármálaráðherra, Yanis Varoufakis ekki meðal þeirra en þau voru bæði á móti samningnum og þegar rætt var um samninginn á þingi þá gagnrýndi Konstantopulou forsætisráðherrann harðlega.

Frétt BBC

Zoi Konstantopoulou ætlar ekki að yfirgefa Syriza flokkinn
Zoi Konstantopoulou ætlar ekki að yfirgefa Syriza flokkinn AFP
Yianis Varoufakis er ekki meðal þeirra sem ætla að taka …
Yianis Varoufakis er ekki meðal þeirra sem ætla að taka þátt í stofnun nýs flokks en Panagiotis Lafazanis mun verða formaður nýja flokksins. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert