Rússar óska eftir viðræðum við Dani

Kristian Jensen utanríkisráðherra Danmerkur
Kristian Jensen utanríkisráðherra Danmerkur Twitter

Utanríkisráðherra Danmerkur Kristian Jensen, hefur áhuga á að endurvekja pólitísk samskipti landsins við Rússland en það hefur andað köldu milli ríkjanna undanfarin ár meðal annars út af kjarnorkuvá af hálfu Rússa.

Í viðtali við Jyllands Posten í dag segir Jensen að Rússar hafi óskað eftir fundi æðstu stjórnenda utanríkismála ríkjanna og hann ætli að þiggja boðið.

Hann segir að til þess að geta sagt skoðun sína þá verði að hitta þá. Því vilji hann hefja viðræður við rússnesk yfirvöld að nýju.

Spennan í samskiptum ríkjanna tveggja hefur aukist undanfarna mánuði vegna aukinnar starfsemi Rússa við loftheldi Danmerkur. Eins varaði sendiherra Rússlands í Danmörku við því að Danir hefðu sjálfir gert sig að skotmarki í kjarnorkuvopnaárás með því að taka þátt í sameiginlegu loftvarnarsamstarfi Atlantshafsbandalagsins.

Jensen segir að þrátt fyrir viðkvæmt samband þá verði Danir að finna leið til þess að eiga í uppbyggilegum samskiptum við Rússa. Þar skipti máli landfræðileg lega landanna. 

Að sögn utanríkisráðherrans þá eru það nokkur mál sem hann hefur áhuga á að ræða við starfsbróður sinn, Sergei Lavrov. Þetta muni ekki verða spjall þeirra á milli heldur muni þeir skiptast á skoðunum og koma skilaboðum á framfæri.  Danir eru meðal fjölmargra þjóða sem styðja refsiaðgerðir gagnvart Rússum.

<br/><div id="embedded-media"> <blockquote class="twitter-tweet">

DK har brug for dialog med Rusland, både for at påvirke ifht. Ukraine ol. og for at samarbejde om Østersøen mm <a href="http://t.co/VqwgnberAZ">http://t.co/VqwgnberAZ</a> <a href="https://twitter.com/hashtag/dkpol?src=hash">#dkpol</a>

— Kristian Jensen (@Kristian_Jensen) <a href="https://twitter.com/Kristian_Jensen/status/634482986226974720">August 20, 2015</a></blockquote> <script async="" charset="utf-8" src="//platform.twitter.com/widgets.js"></script> <div id="embedded-remove"></div> </div> <blockquote class="twitter-tweet">

Det er store <a href="https://twitter.com/Kristian_Jensen">@Kristian_Jensen</a>-dag i morgenaviserne. Jeg har samlet til bunke her <a href="http://t.co/iCYqxNTl6N">http://t.co/iCYqxNTl6N</a> <a href="https://twitter.com/hashtag/dkpol?src=hash">#dkpol</a> <a href="http://t.co/XnTT4kfH1S">pic.twitter.com/XnTT4kfH1S</a>

— Thomas Søgaard Rohde (@Thomas_Rohde) <a href="https://twitter.com/Thomas_Rohde/status/634624320883556352">August 21, 2015</a></blockquote><script async="" charset="utf-8" src="//platform.twitter.com/widgets.js"></script><div id="embedded-remove"> </div>
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert