Má leika úti þegar ekki er sprengt

Sýrlensk stúlka
Sýrlensk stúlka AFP

„Þegar ekki er verið að sprengja þá leyfir mamma mér að leika við vini mína úti á götu,“ segir 11 ára gamall sýrlenskur drengur sem fjallað er um í danska miðlinum Politiken. Þar í landi reyna börn að komast í skóla ef nokkur möguleiki er á vegna stríðsins sem hefur geisað í landinu í meira en fjögur ár.

Hassan er 11 ára gamall og húsbóndinn á heimilinu og hann sér um að reyna að útvega fjölskyldunni eitthvað að borða. Hassan virðist eldri segir blaðamaðurinn sem ræðir við hann en á sama tíma ekki. Því Hassan saknar leikfanganna sinna en þau eru grafin í rústum heimilis fjölskyldunnar. Hann saknar líka sjónvarpsins og barnaefnisins sem hann getur ekki horft á því þau eru ekki með rafmagn ekkert frekar en rennandi vatn.

Hann segist alveg vera til í að hafa aðgang að tölvu því þá gæti hann spilað tölvuleiki með systur sinni. Ekki væri verra að fá ávexti og súkkulaði að borða einhvern tíma.

Býr til leikföng úr pappír

„Ég leik við systur mín hér heima og ég bý til leikföng handa henni úr pappír. Stundum leikum við okkur með steina. Stundum, þegar það eru engar sprengingar þá leyfir mamma mér að leika mér úti með vinum mínum,“ segir Hassan.

Hassan gengur í skóla og fær þrjár kennslustundir á dag. Aðeins er hægt að kenna fáar námsgreinar vegna skorts á skólavörum og óvíst er hversu lengi börnin geta notið skólagöngu ef stríðið dregst enn fremar á langinn. Það er draumur móður hans að börn hennar fái að njóta skólagöngu áfram.

„Þegar gerðar eru árásir her þá get ég haldið fyrir eyrun en ég get ekki komið í veg fyrir hræðsluna sem grípur mig. Kannski falla sprengjurnar langt frá heimili mínu en ég get ekki gert að því að hugsa um þá sem verða fyrir sprengjunum,“ segir Hossam sem er tólf ára drengur sem býr í Ghouta í Sýrlandi.

Hann segist reyna að gleyma því að það sé stríð en það er erfitt og hann er ekki lengur barn heldur hefur hann fullorðnast hratt á stríðstímum.

Politiken birtir nú röð greina um ástandið í Sýrlandi

AFP
Heimili þessa drengs var sprengt upp í Damaskus
Heimili þessa drengs var sprengt upp í Damaskus AFP
Fjögurra ára gamall drengur sem var bjargað úr rústum eftir …
Fjögurra ára gamall drengur sem var bjargað úr rústum eftir að sprengjum var varpað á heimili hans. AFP
AFP
AFP
AFP
Sýrlensk kona með barn sitt á strönd grískrar eyju. Þau …
Sýrlensk kona með barn sitt á strönd grískrar eyju. Þau komust lifandi frá átökunum. AFP
Stór hluti sýrlenskur þjóðarinnar hefur hvorki aðgang að rafmagni né …
Stór hluti sýrlenskur þjóðarinnar hefur hvorki aðgang að rafmagni né rennandi vatni. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert