Öfgasinni ákærður fyrir morð

Yishai Shlissel hefur í tvígang ráðist á fólk í Gay-Pride …
Yishai Shlissel hefur í tvígang ráðist á fólk í Gay-Pride göngu í Jerúsalem og stungið það. Í fyrra skiptið var hann dæmdur í 10 ára fangelsi fyrir að stinga þrjá. Nú er hann ákærður fyrir morð AFP

Ríkissaksóknari í Ísrael hefur ákært öfgafullan gyðing fyrir morð en hann stakk 16 ára stúlku til bana og særði fimm til viðbótar í Gay-Pride göngu í Jerúsalem í lok júlí.

Yishai Shlissel var látinn laus úr fangelsi þremur vikum fyrir árásina en hann hafði afplánað tíu ára dóm fyrir svipaða árás. Shlissel, sem er 39 ára, sagði í réttarsalnum í morgun að það verði að hætta að leyfa Gay-Pride göngur að öðrum kosti muni sál Shira Banki (stúlkan sem hann myrti) aldrei fá inngöngu í himnaríki.

„Ef þið viljið henni vel... þá verið þið að hætta að formæla Guði. Göngufólkið er að valda þjóð okkar miklum skaða,“bætti hann við.
Auk þess að vera ákærður fyrir morð þá er Shlissel ákærður fyrir sérlega hættulega líkamsárás og morðtilraun í sex ákæruliðum.

Shlissel hefur hingað til afþakkað lögfræðiaðstoð þar sem hann samþykkir ekki lögsögu réttarins. Geðrannsókn sýnir að hann er sakhæfur.

Yishai Shlissel
Yishai Shlissel AFP
Yishai Shlissel handtekinn eftir árásina
Yishai Shlissel handtekinn eftir árásina AFP
AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert