Samið til að draga úr spennu á Kóreuskaga

Hermenn frá Suður-Kóreu við landamæri landsins við nágranna sinn í …
Hermenn frá Suður-Kóreu við landamæri landsins við nágranna sinn í norðri. AFP

Samningamenn Norður- og Suður-Kóreu hafa komist að samkomulagi til að draga úr spennu sem ríkt hefur við landamæri ríkjanna undanfarna daga. Þetta kemur fram á vef BBC.

Herir landanna hafa skipst á stórskotaliðsskotum síðan á þriðjudag og hafa verið í mikilli viðbragðsstöðu allan þann tíma.

Norður-Kóreumenn hafa hótað því að beita vopnavaldi til að stöðva það sem þeir hafa kallað áróðursstríð Suður-Kóreu.

Í samkomulaginu, sem verður gert opinbert síðar, segir meðal annars að yfirvöld í Norður-Kóreu muni lýsa yfir iðrun vegna þess að tveir hermenn Suður-Kóreu hafi særst þegar þeir stigu á jarðsprengju. Í staðinn mun Suður-Kórea slökkva á hátölurum sem útvarpa áróðri yfir landamærin. Kveikt var á hátölurunum í fyrsta skipti í 11 ár vegna jarðsprengjuatviksins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert