Vill banna Gay Pride í Feneyjum

Luigi Brugnaro borgarstjóri í Feneyjum
Luigi Brugnaro borgarstjóri í Feneyjum Wikipedia

Mikil reiði er meðal mannréttindasamtaka vegna ummæla borgarstjórans í Feneyjum um að hann myndi óska eftir því að Gay Pride gangan verði bönnuð í borginni.

„„Það verður engin Gay Príde ganga í mínum Feneyjum,“ segir  Luigi Brugnaro borgarstjóri í viðtali við La Repubblica í dag. Líkir hann hátíðinni sem farsa og fullkomnun listlíkisins. „Leyfum þeim að fara og gera þetta í Mílanó eða fyrir utan glugga ykkar,“ segir Brugnaro í viðtalinu.

Brugnaro, sem er kaupsýslumaður á mið-hægri væng stjórnmálananna, var kjörinn borgarstjóri í júní. Frá þeim tíma hefur honum tekist að koma ýmsum upp á móti sér, þar á meðal breska tónlistarmanninum Elton John, með því að láta taka bækur sem fjalla um fjölskyldur þar sem foreldrarnir eru samkynhneigðir úr leik- og grunnskólum borgarinnar.

Þrátt fyrir þetta segist Brugnaro ekki vera á móti samkynhneigðu fólki og að hann eigi vini sem eru hommar. 

Flavio Romani, formaður helstu samtaka samkynhneigðra á Ítalíu, Arcigay, segir að borgarstjórinn megi ekki láta persónulegar skoðanir sínar hafa áhrif á allt líf í borginni.

„Feneyjar eru alþjóðleg borg þar sem  margháttuð menning og trúarbrögð mætast. Brugnaro verður að skilja að hún tilheyrir ekki honum einum.“

Héraðið Veneto, sem Feneyjar tilheyra, stendur fyrir Gay Pride göngu á hverju ári. Síðast var hún haldin í Feneyjum og stefnt er að því að svo verði einnig á næsta ári. En í ár er gangan í Verona. 

„Við mætum aftur á næsta ári og við munum bjóða borgarstjóranum að ganga fremstur í göngunni með okkur. Þannig sér hann hvað Gay Pride snýst raunverulega um,“ segir Romani í viðtali við AFP.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert