Handtaka kristna mótmælendur

Á markaði í borginni Hangzhou í Zhejiang.
Á markaði í borginni Hangzhou í Zhejiang. AFP

Kínverskar öryggissveitir hafa ráðist í handtökur kristinna aðgerðasinna sem hafa mótmælt ákvörðun Kommúnistaflokksins að fjarlægja krossa. Kirkjuleiðtogi í ríkinu Zhejiang í austurhluta Kína sagði í samtali við Guardian í dag að a.m.k. níu einstaklingar hefðu verði teknir af lögreglu og að það fjölgaði í hópnum.

„Við teljum að um sé að ræða herferð gegn kirkjuleiðtogum í ríkinu. Hér getur aðeins verið um að ræða samræmdar aðgerðir skipulagðar af ríkisyfirvöldum,“ sagði heimildarmaður Guardian.

Meðal þeirra sem hafa verið teknir höndum eru Zhang Kai, þekktur mannréttindalögfræðingur frá Peking, sem hafði aðstoðað fjölda kirkja í Zhejiang.

Aukinnar spennu hefur gætt milli Kommúnistaflokksins og kirkja í ríkinu frá 2013, þegar yfirvöld hófu eyðileggingarherferð sem þau sögðu að beindist gegn ólöglegum byggingum. Fram til þessa hafa 1.200 krossar verið fjarlægðir, að sögn aðgerðasinna, og fjöldi kirkja hefur verið gjöreyðilagður. Þeirra á meðal er Sanjiang-kirkjan í Wenzhou, en borgin er gjarnan kölluð „Jerúsalem Kína“ vegna fjölda kristinna borgarbúa.

Á síðastliðnum mánuðum hefur verið efnt til fjölda mótmæla gegn aðgerðum yfirvalda, sem einn kaþólskur leiðtogi hefur kallað „illvirki“.

Svo virðist sem yfirvöld hafi reiðst andspyrnunni en fyrr í þessum mánuði vöruðu ríkisfjölmiðlar í Kína kristna íbúa Zhejiang við því að berjast gegn fjarlægingu krossanna og að ræða við erlenda fjölmiðla.

Á þriðjudag hófust handtökurnar. Lögreglumenn í borgaralegum klæðum mættu á heimili þeirra sem til stóð að handtaka, með nafnalista og myndir af kristnum íbúum á svæðinu.

„Þeir sögðu að fólkið sem væri tekið yrði undir eftirliti,“ segir presturinn í samtali við Guardian. „Við erum öll mjög reið. Þeir upplýstu fólk ekki um á hvaða forsendum því væri haldið og þeir framvísuðu engum skjölum. Það er fólk fyrir utan húsið mitt. Ég veit að ef ég fer út þá gætu þeir handtekið mig líka.“

<blockquote class="twitter-tweet">

China Detains Lawyer in <a href="https://twitter.com/hashtag/Zhejiang?src=hash">#Zhejiang</a> Amid Ongoing Cross Demolition Program <a href="http://t.co/O1HaeJM99E">http://t.co/O1HaeJM99E</a> Release <a href="https://twitter.com/hashtag/ZhangKai?src=hash">#ZhangKai</a> now! <a href="http://t.co/lLgALATJR6">pic.twitter.com/lLgALATJR6</a>

— William Nee (@williamnee) <a href="https://twitter.com/williamnee/status/636761834326921217">August 27, 2015</a></blockquote><script async="" charset="utf-8" src="//platform.twitter.com/widgets.js"></script><div id="embedded-remove"> </div>

Amnesty International í Kína fylgist með stöðu mála í Zhejiang en sérfræðingur samtakanna segir mál Zhang Kai afar mikilvægt þar sem þar skarist aðgerðir stjórnvalda gegn mannréttindalögfræðingum og kristni.

Ítarlega frétt um málið er að finna hjá Guardian.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert