Húnninn var ekki heill heilsu

Annar pönduhúnninn drapst í gær. Hann glímdi við veikindi í …
Annar pönduhúnninn drapst í gær. Hann glímdi við veikindi í öndunarfærum. AFP

Pönduhúnninn sem drapst í Smithsonian National Zoo í gær glímdi við veikindi í öndunarfærum. Starfsfólk dýragarðsins segir ekki rétt að móðir hans, risapandan Mei Xiang, hafi ekki viljað sinna honum.

Allajafna annast pöndur ekki tvíbura sjálfar en starfsfólk dýragarðsins lagði allt í sölurnar svo dýrin myndu vaxa og dafna. Minni húnninn fékk meðal annars sýklalyf en það dugði ekki til að bjarga honum.

Frétt mbl.is: Minni húnninn drapst í dag

„Við vorum jákvæð, við teljum að Mei Xiang hafi verið að gera allt rétt en við vitum það ekki,“ sagði Donald Neiffer, starfsmaður garðsins og bætir við að hún hafi reynt sitt besta til að sinna báðum húnunum. Komið hafi fyrir að hún hafi virst áhugalaus í garð dýranna en það hafi beinst að þeim báðum, ekki aðeins minni húninum.

Minni húnninn vó aðeins 86 grömm þegar hann kom í heiminn en sá eldri 138 grömm. Sjálf er hin 17 ára Mei Xiang 108 kíló.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert