NY Times fjallar um Millennium-bókina

Fjórða Millenium bókin kom út á miðnætti í 27 löndum.
Fjórða Millenium bókin kom út á miðnætti í 27 löndum. AFP

Fjórða bókin í Millennium-bókaflokknum kom út á miðnætti í nótt í tuttugu og sjö löndum. Nokkrir blaðamenn fengu bókina í hendur fyrir þann tíma en aðrir hófust þegar í stað handa við lestur í nótt og hafa þegar einhverjir birt gagnrýni um bókina.

Í gagnrýni Michiko Kakutani í New York Times segir aðdáendur tvíeykisins Lisbeth Salander og Mikael Blomquist muni ekki verða fyrir vonbrigðum. Áður en lengra en haldið ber að geta í neðar í þessum texta er að finna gleðispilli (e. spoiler) um söguþráð bókarinnar.

Líkt og áður hefur komið fram tók rithöfundurinn David Lagercrantz upp þráðinn og gæddi þessar kunnu sögupersónur lífi á ný eftir andlát skapara þeirra, rithöfundarins Stieg Larsson sem lést úr hjartaáfalli árið 2004, fimmtugur að aldri, eftir að hafa gengið upp stiga að skrifstofu sinni í Stokkhólmi í Svíþjóð. Bókin heitir á frummálinu Det som inte döder oss og þýddi Halla Kjartansdóttir bókina á íslensku.

Söguþráð bókarinnar má taka saman í örfáum setningum. Fremsti sérfræðingur heims í gervigreind er myrtur á heimili sínu í Stokkhólmi þrátt fyrir að vera undir lögregluvernd. Ágúst, átta ára einhverfur sonur hans, er vitni að ódæðinu.

Tvíeykið rannsakar málið og nýtur aðstoðar unga drengsins. Glíma þau meðal annars við Sapo, öryggisdeild sænsku lögreglunnar, rússnensku mafíuna og Þjóðaröryggisstofnun Bandaríkjanna.

Frétt mbl.is: Seldu eintök af fjórðu Millenium bókinni

Í gagnrýni Kakutan segir að höfundinum takist að sýna á sannfærandi hátt að hann hafi tilfinningu fyrir heiminum sem Larsson skapaði og aðalpersónunum tveimur, Blomquist og Salander.

„Lagercrantz tekst að fanga þreytuna, eða jafnvel varnarleysið, sem leynist að baki seiglu þessara tveggja sögupersóna og hann skilur að það er þráin eftir réttlæti sem ýtir þeim áfram,“ segir í gagnrýni Kakutan.

Líkt og í bókum Larsson fá lesendur að gægjast lengra inn í fortíð Salander og varpar staðreyndirnar ljósi á persónuna sem hún er í dag. Fá lesendur meðal annars að kynnast Camillu, tvíburasystur Salander.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert