Syriza flokkurinn með mest fylgi

Flokkur Alexis Tsipras, fráfarandi forsætisráðherra Grikklands, nýtur mest stuðningsmeðal kjósenda miðað við skoðanakönnun sem birt var í morgun.

„Í dag hefst kosningabaráttan fyrir alvöru,“ segir Tsipras en flokkur hans, Syriza, er klofinn eftir lánasamninginn sem gerður var við evrópska lánadrottna. Hann segir að Grikkland geti ekki og muni ekki leita til baka. Framtíðin sé þess. 

Ekki liggur fyrir hvaða dag kosið verður en það verður væntanlega kynnt eftir þingrof síðar í dag. Þingkosningarnar verða þær fimmtu á sex árum í Grikklandi.

Prokop­is Pavlopou­los, for­seti Grikk­lands skipaði Vassiliki Thanou, yf­ir­for­seta hæsta­rétt­ar Grikk­lands, í embætti for­sæt­is­ráðherra fram að þing­kosn­ing­um, sem munu lík­lega fara fram í sept­em­ber.

Thanou, 65 ára, verður fyrsta kon­an til að sinna starfi for­sæt­is­ráðherra Grikk­lands. Hún er m.a. þekkt fyr­ir að hafa sent til­finn­ingaþrungið bréf til Jean-Clau­de Juncker, for­seta fram­kvæmda­stjórn­ar Evr­ópu­sam­bands­ins, í fe­brú­ar sl. þar sem hún sagði niður­skurð vera að ganga að grísku þjóðinni dauðri.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert