Dópið var salt

Maðurinn sat í fangelsi í fjóra mánuði.
Maðurinn sat í fangelsi í fjóra mánuði. AFP

Karlmaður í Ástralíu eyddi fjórum mánuðum í fangelsi fyrir áætlaða eign eiturlyfsins crystal meth. Hann var látinn laus eftir að í ljós kom að eiturlyfið var salt. Independent greinir frá málinu.

Maðurinn var handtekinn í Queensland í Ástralíu eftir að efnið fannst í bíl hans og var haldið í fangelsi í fjóra mánuði á meðan rannsakaði málið.

Lögmaður hins grunaða telur að skjólstæðingi hans hafi verið haldið svona lengi vegna glæpasögu hans.

Lögreglan í Queensland hefur verið harðlega gagnrýnd vegna seinagangs í málinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert