Komu ríðandi og stráfelldu fólk

Margir hafa orðið að flýja undan ofbeldi Boko Haram.
Margir hafa orðið að flýja undan ofbeldi Boko Haram. AFP

Liðsmenn hryðjuverkasamtakanna Boko Haram komu um helgina ríðandi inn í þrjú þorp í norðausturhluta Nígeríu og skutu um 80 manns til bana.

Samtökin hafa framið fjölda ódæðisverka á undanförnum sex árum. 

Babakura Kolo, sem hefur lengi barist gegn Boko Haram, segir að í þorpinu Baanu hafi 68 verið drepnir á föstudag. 11 til viðbótar voru felldir í tveimur öðrum þorpum í nágrenninu. Hann segir að byssumennirnir hafi verið á hestbaki og skotið um allt. Hann segir að mikil ringulreið hafi myndast og að fólk hafi reynt að komast í skjól. Hann hafi flúið og er hann kom aftur taldi hann 68 lík. Flestir þorpsbúar sem lifðu árásina af flúðu svo. Þorpið er því nánast mannlaust. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert