Létu lífið á leið til danshátíðar

Á hátíðinni safnast allt að 40 þúsund einhleypar og barnlausar …
Á hátíðinni safnast allt að 40 þúsund einhleypar og barnlausar konur í landinu saman og stíga dans fyrir konunginn, berar að ofan og velur hann sér nýja konu. AFP

Tugir kvenna létu lífið í bílslysi í Svasílandi í Suðaustur-Afríku á föstudag. Konurnar voru allar á opnum palli vörubíl sem ók aftan á kyrrstæðan bíl og fékk því næst annan bíl aftan á sig. Fréttum um fjölda látinna ber ekki  saman en þó er ljóst að margar konur létu lífið og fjöldi annarra slasaðist alvarlega.

Konurnar voru á leið á til árlegrar danshátíðar konungsins af Svasílandi. Á hátíðinni safnast allt að 40 þúsund einhleypar og barnlausar konur í landinu saman og stíga dans fyrir konunginn, berar að ofan og velur hann sér nýja konu. Tvær af þrettán eiginkonum konungsins eru úr hópi þeirra kvenna sem stigið hafa dansinn síðustu ár.  

Konurnar koma margar langt að og ferðast margar þeirra í vörubíl. Konungurinn Mswati III hefur ríkt í landinu frá árinu 1986 þegar hann tók við krúnunni af föður sínum Sobhuza II en hann sat í 60 ár á konungsstóli.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert