Stálu 123 kílóum af gulli

AFP

123 kílóum af gulli var rænt úr þremur brynvörðum bifreiðum við flugbraut flugvallar í Perú á föstudaginn. Þar að auki var rúmlega 2 milljónum bandaríkjadölum (260 milljónum króna) rænt úr bílunum.

Þjófarnir notuðu byssur og táragas á lögreglu er þeir reyndu að flýja flugvöllinn. Lögregla náði að handtaka sex þjófa en þeir voru líklega helmingi fleiri sem tóku þátt í ráninu. Hluti ránsfengsins hefur náðst að nýju, þar af 30 kíló af gulli.

Þjófarnir réðust á brynvörðu bílana í tveimur öðrum bifreiðum. Átti að flytja gullið og peningana í flugvél sem var á leið til Lima seinna sama dag.

Lögreglustjórinn Vicente Romero sagði í samtali við fjölmiðla að þjófanir hefðu verið mjög vel skipulagðir. Þeir sem nú þegar hafa verið handteknir verða líklega dæmdir í lífstíðarfangelsi.

Mennirnir höfðu ætlað að flýja til nágrannalandsins Bólivíu en einn þeirra handteknu er þaðan.

Mikil glæpaalda gengur nú yfir Perú en glæpir eins og leigumorð og kúganir eru orðnir daglegt brauð í landinu. Í könnun sem gerð var í júlí kom í ljós að 76% íbúa landsins líta ekki á Perú sem öruggt land.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert