Þríþrautarkappinn fannst látinn

Wikipedia

Lík manns sem var að keppa í þríþraut í Kent til styrktar sjúkrahúsi fannst í stöðuvatni en sund yfir það var hluti af keppninni.

Í frétt Sky-sjónvarpsstöðvarinnar segir að Paul Gallihawk, 34 ára, hafi verið saknað frá því að keppnin hófst á laugardagsmorgunn. Lögreglan hefur enn ekki borið formleg kennsl á líkið en telur líklegt að það sé af Gallihawk. 

Þríþrautin hófst á 750 m sundi. Í kjölfar þess sást ekki meira til Gallihawks. Talið er nú að hann hafi drukknað á sundinu.

Þetta var fyrsta þríþrautin sem hann tók þátt í. Í keppninni var fyrst synt, svo hjólað og loks hlaupið. Hann hljóp til styrktar sjúkrahúsi sem faðir hans dvaldi á vegna veikinda á síðasta ári. 

Umfangsmikil leit stóð alla helgina.

Frétt Sky.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert