Merkja stúlkurnar með húðflúrum

Flúrin er að finna á hinum ýmsu stöðum á líkömum …
Flúrin er að finna á hinum ýmsu stöðum á líkömum stúlknanna. AFP

Sífellt algengara er að stúlkur í Bandaríkjunum sem gerðar eru út í vændi beri húðflúr sem tengir þær við fólkið sem stjórna lífi þeirra, fólkið sem selur þær. Flúrin eru skýr merki til annarra um að stúlkurnar séu fráteknar, aðrir séu þegar að selja þær.

Þetta segir lögreglumaðurinn Ron Fisher í Los Angeles í Bandaríkjunum í samtali við CNN en hann starfar við að finna stúlkur undir lögaldri sem seldar eru í vændi. Deildin hans leitar bæði að stúlkunum á götum úti og á internetinu. Segist Fisher hafa séð margar stúlkur bera húðflúr sem þessi og eiga þær allar það sammerkt að hafa verið í vændi.

Lillian Carranxa er lögreglumaður í Los Angeles. Hún segist ekki hafa séð þessi merki fyrr fyrir um fimm árum og segir þau aðeins enn aðra leiðina til að stjórna stúlkunum og láta aðra vita að um þeirra eign séð að ræða.

Flúrin er að finna á hinum ýmsu stöðum á líkömum stúlknanna. Lögreglumennirnir hafa meðal annars séð myndir af gamaldags peningapokum á handleggjum þeirra, stóra stafi í andliti sem mynda skammstöfun og þá eru þær stundum með stafina ATM í klofinu sem stendur fyrir orðið hraðbanki. Þá hafa lögrelgumennirnir einnig séð strikamerki á líkömum stúlknanna, líkt og þær séu vörur í matvöruverslun.

Lögmaðurinn Lois Lee útskýrir að fyrir stúlkunum sé merkingin ekki neikvæð, allavega ekki fyrst um sinn. „Þær sjá þetta frá öðru sjónarhorni. Þær tilheyra einhverjum. Það er þeim mikilvægt. Nú tilheyri ég hópi,“ hugsa þær.

Hér má sjá umfjöllun CNN um málið

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert