Reyndu að fjarlægja minnisvarða um fórnarlömb Breiviks

Kirkjuráð Osló hefur verið harðlega gagnrýnt fyrir að reyna að fjarlægja minnisvarða um fórnarlömb Anders Breivik í sprengjutilræðinu í Osló og skotárásinni í Útey 2011.

Skúlptúrinn er hjarta sem á er letrað „...og stærst af öllu er ástin“ en hann stendur í garði utan við dómkirkju Osló.

<div> <div></div> </div>

<a href="https://instagram.com/p/cRv5cdLPEO/" target="_top">Och störst av allt är #kärleken #utöya #norway</a>

A photo posted by natasamirosavic (@natasamirosavic) on Jul 27, 2013 at 10:11am PDT

Samkvæmt norsku fréttasíðunni The Local er skúlptúrinn enn sem stendur eini minnisvarðinn fyrir fórnarlömb beggja árása Breivik og er hann mikilvægur griðarstaður margra þeirra sem árásirnar snertu.

Lisbeth Kristine Røyneland, formaður stuðningshóps fyrir fórnarlömb árásarinnar kveðst furðu lostin yfir áætlunum kirkjuráðsins um að fjarlægja skúlptúrinn.

„Mér finnst það mjög undarlegt, sérstaklega í ljósi þess að við eigum ekki enn opinberan minnisvarða í Osló. Hjartað ætti að vera um kyrrt,“ segir Røyneland.

„Ég heimsæki oft hjartað þegar ég er í þeim hluta borgarinnar. Það er mikilvægur staður fyrir alla þá sem hryllingur 22. júlí snerti.“

Í bréfi til listamannsins, Espen Hilde, sem skóp hjartað stuttu eftir árásirnar 2011 sagði kirkjuráðið að það yrði að fjarlægja strax.

„Við höfum hafið vinnu við að bæta garðinn og varanlegur minnisvarði er ekki viðeigandi í garðinum,“ sagði ráðið í bréfi sínu og gaf listamanninum til 1. september að fjarlægja hjartað.

Eftir mótmæli listamannsins og annarra hefur ráðið þó ákveðið að leyfa hjartanu að vera á sínum stað um sinn.

„Hjartað verður áfram í smá stund lengur. Kannski í ár. Það er allt í lagi okkar vegna,“ hefur The Local eftir kirkjuráðsmeðlimnum Robert Wright úr frétt Dagbladet. „En það getur ekki verið þar að eilífu. Við erum mjög skýr hvað það varðar.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert