Rúta féll niður í djúpt gil

AFP

Að minnsta kosti 18 manns létu lífið í dag þegar rúta fór féll niður í djúpt gil í norðurhluta Indlands eftir að hafa farið út af veginum. Talið er að bílstjórinn hafi ekið of hratt miðað við aðstæður.

Samkvæmt frétt AFP slösuðust aðrir 15 og þrír þeirra alvarlega. Af þeim sem lét lífið dóu 15 í slysinu og þrír aðrir á leið á sjúkrahús. Að sögn vitna missti bílstjórinn vald á bílnum þegar hann reyndi að taka fram úr öðru farartæki á þröngum og hlykkjóttum fjallaveginum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert