Sambandsflokkurinn tapar tveimur þingsætum

Kaj Leo Johannesen, lögmaður Færeyja.
Kaj Leo Johannesen, lögmaður Færeyja. Magnus Fröderberg/norden.org

Javnaðarflokkurinn var sigurvegari kosninganna til Lögþings Færeyja sem fram fóru í dag. Flokkurinn bætti við sig 7,3% fylgi síðan í síðustu kosningum árið 2011. Sam­bands­flokk­ur Kaj Leo Johann­esen lög­manns tapaði 6% fylgi en Fólkaflokkurinn tapaði 3,6% fylgi.

 Fólkaflokkurinn missir því tvö sæti á þingi og Sambandsflokkurinn sömuleiðis. Hinsvegar bætir Javnaðarflokkurinn við sig tveimur sætum og er þá með átta sæti af 33. Fólkaflokkurinn og Sambandsflokkurinn standa uppi með sex sæti hvor.

Hægt er að sjá úrslitin á vef Kringvarpsins.

Eft­ir kosn­ing­arn­ar 2011 mynduðu Sam­bands- og Fólka­flokk­ur­inn stjórn með tveim­ur minni flokk­um, Miðflokkn­um og Fram­sókn. Miðflokkurinn tapaði 0,7% fylgi en Framsókn bætti við sig 0,6% fylgi milli kosninga. Flokk­arn­ir voru báðir með tvö sæti hvor og halda þeir þeim.

Fyrri fréttir mbl.is:

Færeyska stjórnin fallin?

Tekist á um hjónabönd samkynhneigðra

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert