Fannst með kerti og kveikjara

Rúmlega hundrað slökkviliðsmenn tóku þátt í aðgerðum.
Rúmlega hundrað slökkviliðsmenn tóku þátt í aðgerðum. AFP

Lögregla í Frakklandi hefur handtekið mann sem grunaður er um að hafa kveikt í íbúðarhúsi í norðurhluta Parísar í nótt. Átta manns létu lífið í brunanum, þar af tvö börn. Þetta kemur fram á vef BBC.

Rúmlega hundrað slökkviliðsmenn börðust við eldinn sem hófst snemma í morgun. Fjórir lifðu eldinn af en þeir eru allir alvarlega slasaðir á sjúkrahúsi.

Að sögn lögreglu fannst sá grunaði haldandi á kerti og kveikjara. Franskir fjölmiðlar greindu frá því að maðurinn sé á fertugsaldri og góðkunningi lögreglunnar.

Eldsupptök eru nú í rannsókn. Innanríkisráðherra Frakklands, Bernard Cazeneuve sagði í útvarpsviðtali að útlit væri fyrir að kveikt hafi verið í húsinu.

Slökkviliðsmenn voru fyrst kallaðir út að húsinu sem stendur í 18. hverfi borgarinnar um klukkan 2:20 í nótt að stðaratíma. Þá slökktu þeir eldinn en voru síðan kallaðir aftur að húsinu tveimur tímum síðar. Þá var um mun stærri eld að ræða.

Talið er að stærri eldurinn hafi byrjað á jarðhæð hússins en náð á efri hæðir þess fljótt. Sumir íbúanna reyndu að komast út í gegnum glugga.

Fyrri frétt mbl.is:

Átta látnir í bruna í París

Eldurinn breiddi sér hratt um húsið.
Eldurinn breiddi sér hratt um húsið. AFP
Slökkviliðsmenn að störfum við húsið í dag.
Slökkviliðsmenn að störfum við húsið í dag. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert