Hafði hótað að drepa hana

Natalia Strelchenko
Natalia Strelchenko Af vef Natalia Strelchenko

Norskur eiginmaður Nataliu Strelle, heimsþekkts píanóleikara, hefur verið ákærður fyrir morð og tilraun til manndráps á syni henar. Samkvæmt frétt Aftenposten var hann dæmdur fyrir heimilsofbeldi gagnvart henni fyrir tveimur árum.

Strelle, 38 ára, lést á sunnudag en það voru áverkar á hálsi og höfði sem leiddu til dauða hennar á heimili þeirra í Newton Heath, Manchester, segir í frétt Guardian. 

Eiginmaður hennar kontrabassaleikarinn John Martin, var handtekinn á heimili þeirra strax á sunnudag og í gær var hann bæði ákærður fyrir að hafa myrt eiginkonu sína og að hafa reynt að myrða son hennar sem er á unglingsaldri. 

Strelle, sem áður bar eftirnafnið Strelchenko, er með norskan ríkisborgararétt en hún er af rússneskum uppruna. Hún hefur leikið í öllum helstu tónlistarhúsum heims og átti að koma fram víða síðar á árinu. Þar á meðal Noregi og Frakklandi. Hún var listrænn stjórnandi hjá Menestrelles tónlistarakademíunni. 

Martin, 48 ára, er einnig þekktur tónlistarmaður og hefur leikið með mörgum þekktum sinfóníuhljómsveitum.

„Nú deyrðu“

Aftenposten greinir frá því að árið 2013 hafi Martin verið dæmdur fyrir ofbeldi gagnvart konu sinni. Við réttarhöldin í Ósló kom fram að hann hefði ítrekað beitt hana ofbeldi. Eitt skiptið þegar hún hafði komið seint heim úr leikhúsinu og þegar hún sá hversu reiður eiginmaðurinn var þá hafi hún farið út á strætóstoppistöð en hann elt hana og farið með hana heim. Hélt hann henni og hótaði henni því að hún myndi aldrei yfirgefa hann á lífi. Hann læsti hana inn á klósetti og síðan fór hann með hana inn í svefnherbergi þar sem hann hélt fyrir vit hennar. „Þú ferð ekki frá mér. Það er aðeins lausn, fyrst deyrð þú og svo dey ég. Ég drep þig. Nú deyrðu,“ segir í dómi héraðsdóms. Martin fékk þriggja mánaða dóm, þar af 30 daga skilorðsbundna. 

Útgefandi Strelle, Arne-Peter Rognan, var í heimsókn hjá þeim hjónum nokkrum tímum fyrir harmleikinn en hann var í Manchester um helgina vegna þess að þau unnu að upptöku þar.

Rognan segir að það hafi verið skrýtið andrúmsloft á milli hjónanna og endaði það með því að hann gekk á milli þeirra. Þegar Rognan yfirgaf heimilið á milli 21:30-22 fékk Martin far með honum í kirkju þar sem hann vildi spila á orgel. Rognan fékk síðan sms frá honum klukkan 23:56 þar sem hann þakkaði honum stuðninginn. Klukkan 00:45 var lögregla og sjúkralið kallað á heimili þeirra. Strelle var úrskurðuð látin við komuna á sjúkrahús um nóttina. Það var nágranni sem hringdi í neyðarlínuna eftir að hafa heyrt neyðaróp konu. 

Hún var gríðarlega fær píanóleikari eins og heyra má á þessum upptökum

<iframe allowfullscreen="" frameborder="0" height="480" src="https://www.youtube.com/embed/xhLNu7GN_xI" width="853"></iframe><div id="embedded-remove"> </div> <iframe allowfullscreen="" frameborder="0" height="480" src="https://www.youtube.com/embed/q0TMxEA-1R0" width="853"></iframe><div id="embedded-remove"> </div>



Heimsþekktur píanóleikari myrtur

Aftenposten

Guardian

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert