Saka Norður-Kóreu um drónaflug

Mynd úr safni
Mynd úr safni

Yfirvöld í Suður-Kóreu sökuðu í dag kollega sína norðan landamæranna um að fljúga grunsamlegnum njósnadróna yfir landamærin meðan viðræður, sem var ætlað að draga úr spennu sem hafði verið upp á Kóreuskaga, stóðu yfir.

Grunsamlegt fljúgandi ómannað farartæki sást á ratsjá í Suður-Kóreu yfir svæðinu milli Norður- og Suður-Kóreu, fyrst þann 22. ágúst. Talsmaður herforingjaráðs Suður-Kóreu sagði að farartækið hafi flogið sunnarlega á mörkum svæðisins, en að ekki hafi tekist að hafa uppi á því.

Dróninn sást fyrst eftir að viðræður landanna tveggja hófust í kjölfar ólgu sem skapaðist eftir að tveir hermenn Suður-Kóreu slösuðust illa þegar jarðsprengja sprakk. Talið er að her Norður-Kóreu hafi komið jarðsprengjunni fyrir.

Talið er að drónanum hafi verið ætlað að fylgjast með hvort her Suður-Kóreu væri í viðbragðsstöðu við landamærin meðan viðræðurnar fóru fram. Flug drónans gerði það að verkum að loftvarnarflautur voru þeyttar, auk þess sem bæði herþyrlur og orrustuþotur voru senda til að hafa uppi á honum, án árangurs.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert