Fengu 40 kíló af ull af einni kind

Kindinni Chris var sennilega ekki kalt, allavega ekki síðustu mánuði. Hún var rúin í morgun og er talið að sett hafi verið heimsmet, af kindinni fengust rúm 40 kíló af merínóull. Kindin var ein á ferð í úthverfum höfuðborgarinnar Canberra í Ástralíu þegar hún fannst og gat hún varla gengið. 

Ullin var tekin af í heilu lagi og því gæti verið um heimsmet að ræða. 42 mínútur tók að rýja kindina en henni voru gefin róandi lyf áður en hafist var handa. Talið er að kindin hafi ekki verið rúin í fimm ár. Ullin verður líklega til sýningar á safni í Ástralíu.

Chris verður til viðtals næsta mánudag. 

<blockquote class="twitter-tweet">

Chris the Sheep will be available in person for "interviews" on Monday at <a href="https://twitter.com/rspcaact">@rspcaact</a> after the vets give him the okay

— Tammy Ven Dange (@tvendange) <a href="https://twitter.com/tvendange/status/639278012333056000">September 3, 2015</a></blockquote><script async="" charset="utf-8" src="//platform.twitter.com/widgets.js"></script><div id="embedded-remove"> </div>



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert