Finna ekki hvítu ekkjuna

Hvíta ekkjan, Samantha Lewthwaite.
Hvíta ekkjan, Samantha Lewthwaite. Skjáskot af Sky

Farið hefur verið fram á að mál gegn Samönthu Lewthwaite, sem kölluð er hvíta ekkjan, verði látið niður falla þar sem ekki hefur tekist að hafa upp á henni. Gefin var út handtökuskipun á hendur henni árið 2012.

Hún er ákærð fyrir að hafa haft sprengjuefni undir höndum og hafa skipulagt hryðjuverkaárásir á ferðamannastaði Kenía. Lögreglu hefur ekki tekist að hafa upp á ekkjunni frá því að hún slapp úr höndum þeirra árið 2012.

Réttarhöld í málinu fara fram í Mombasa í Kenía en Jermanie Grant, sem talinn er hafa verið vitorðsmaður Lewthwaite, er einnig ákærður í málinu. Dómari í málinu segir það ekki ólíkt öðrum, ef ekki takist að hafa upp á ákærða, er málið fellt niður. Saksóknari í málinu sagði í dag að lögregla þyrfti meiri tíma til að finna hina grunuðu.

Greint var frá því í fjölmiðlum í nóvember á síðasta ári að talið væri að ekkjan væri hugsanlega látin. Talið var að hún hefði hlotið hægan og kvalarfullan dauðdaga þegar hún var skotin af uppreisnarmönnum stutt frá bænum Debaltsevo í  Úkraínu.

Frétt mbl.is: Hvíta ekkjan talin látin

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert