Gekk með barn dóttur sinnar

Hér má sjá ömmu og foreldra barnsins.
Hér má sjá ömmu og foreldra barnsins. Skjáskot/BBC

Sherri Dickson frá North Dakota í Bandaríkjunum er rokkstjarna í augum dóttur sinnar. Hún er 51 árs og fæddi nýlega barn dóttur sinnar og tengdasonar þar sem dóttir hennar gat ekki gengið með barn.

Stúlkan litla er aðeins mánaðargömul og er fjölskyldan í sjöunda himni. Hún er sannarlega gleðigjafi en foreldrarnir misstu bróður hennar eftir að hann fæddist löngu fyrir tímann. 

Mandy Stephens, móðir litlu stúlkunnar, segir að nokkrar konur í fjölskyldunni hafi komið á tal við þau hjónin og nefnt að kannski gætu þær gengið með barnið. Hún segir að í fyrstu hafi þeim þótt það dálítið skrýtið en þegar þau höfðu kynnt sér staðgöngumæðrun til hlítar sannfærðust þau um að þetta gæti verið lausnin fyrir þau. Að lokum varð amman fyrir valinu.

Dickson, amma stúlkunnar, segir meðgöngur hennar hafi allar gengið vel og hún hafi elskað að vera ólétt. „Ef það var eitthvað sem ég gæti gert fyrir hana, af hverju ekki,“ spyr hún, í samtali við BBC.

Hér má sjá viðtal við ömmu og móður barnsins. Ekki er annað að sjá en stúlkan litla sé hamingjusöm.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert