Með lífsýni úr morðingjanum

Ida Johansson
Ida Johansson Sænska lögreglan

Sænsku lögreglunni hafa borist um 400 ábendingar í tengslum við morðið á Idu Johans­son, 21 árs, en hún var myrt þegar hún fór út að hlaupa að kvöldlagi skammt frá Stokkhólmi 5. ágúst. 

Að sögn Lars Byström, talsmanns lögreglunnar í Stokkhólmi, er nú verið að fara yfir ábendingarnar sem hafa borist en lögreglan er með lífsýni úr morðingjanum.

Að sögn Byström er einnig verið að bera árásina saman við aðrar árásir á konur, bæði í Stokkhólmi og víðar, segir í frétt Svd.

Lög­regl­an birti mynd af Johansson fyrr í vikunni og móðir hennar kom fram í sjónvarpsþættinum Nya ef­ter­lyst þar sem hún bað alla þá sem veitt gætu ein­hverj­ar upp­lýs­ing­ar um málið að hafa sam­band við lög­reglu.

Ida Johans­son fór út að hlaupa að kvöld­lagi þann 5. ág­úst en þegar hún skilaði sér ekki heim aft­ur fór lög­regla að svip­ast um eft­ir henni. Hún fannst lát­in um nótt­ina í Run­by, sem er í út­hverfi Stokk­hólms.

Lögreglan biðlar til almennings

Skokkari myrtur í Stokkhólmi

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert