„Ungmennin í Utøya áttu skilið að deyja“

„Ungmennin í Utøya áttu skilið að deyja,“ segir bandarískur prestur sem hefur gefið út bókina 22 July: The Prophecy. Hann segir að norski Verkamannaflokkurinn og ungliðahreyfing hans, AUF, hafi sýnt Palesínumönnum of mikinn stuðning og séu því óvinir Guðs.

„Þegar harmleikurinn gerðist þá var það vegna afdrífaríkra svika Noregs við Ísrael í gegnum Óslóarsamkomulagið. Við uppskerum það sem við sáum,“ segir Jeremy Hoff, höfundur bókarinnar og prestur við <span>Shepherd of the Hills Church söfnuðinn. Þetta kemur í svari hans við leiðara dagblaðsins </span><a href="http://www.vl.no/nyhet/gud-tillot-22-juli-massakren-1.390185" target="_blank">Vårt Land</a> sem gagnrýnir bók hans harðlega.

„Það er rétt að ég held því fram að fjöldamorðin í Utøya hafi verið dómur Guðs yfir Noregi,““ bætir hann við.

Leiðtogi Kristilega flokksins í Skien í Noregi, Kjartan Mogen, tekur undir ummæli Hoff en þeir þekkjast í gegnum alþjóðleg samtök kristinna.

„Hryðjuverkin voru verk djöfulsins. Árásin var gerð vegna andstöðu Verkamannaflokksins og AUF við Ísrael og Guð lét þetta gerast,“ segir Mogen í viðtali við Dagbladet. Hann bætir við að Verkamannaflokkurinn hafi alltaf stutt samtök Palestínumanna, bæði PLO og Hamas.

Mani Hussaini, formaður AUF, segir stuðning Mogens við ummæli Hoffs og bókina skelfileg, særandi og valda vonbrigðum.

Anders Behring Breivik myrti <span>77 á Utøya og í miðborg Ósló­ar hinn 22. júlí 2011. Hann afplánar nú í norsku fangelsi og er sá fangi sem býr við ströngustu gæsluna í fangelsi þar í landi.</span>

Mani Hussaini,formaður AUF
Mani Hussaini,formaður AUF AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert