Palestínska stúlkan fær dvalarleyfi

Angela Merkel, kanslari Þýskalands.
Angela Merkel, kanslari Þýskalands. AFP

Fjórtán ára palestínsk stúlka, sem brast í grát um miðjan júlí eftir að Angela Merkel kanslari Þýskalands sagði henni í sjónvarpsþætti að Þýskaland gæti ekki tekið við öllum flóttamönnum sem kæmu til landsins, hefur ásamt fjölskyldu sinni fengið dvalarleyfi af mannúðarástæðum.

Fram kemur í frétt AFP að stúlkan hafi staðið frammi fyrir því að vera mögulega vísað úr landi ásamt fjölskyldu sinni en hún kom til Þýskalands frá Líbanon fyrir fjórum árum. Merkel lýsti samúð sinni með stúlkunni og fjölskyldu hennar en varði innflytjendastefnu ríkisstjórnar sinnar. Málið vakti hörð viðbrögð á samfélagsmiðlum og þótti framganga Merkel kaldrifjuð og hörð.

Dvalarleyfin gilda fram í mars 2016.

Fréttir mbl.is:

„Hreinskilin og full samúðar“

Merkel grætir flóttabarn

<iframe allowfullscreen="" frameborder="0" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/k4bvFohf8Jk" width="560"></iframe><div id="embedded-remove"> </div>
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert