Stóraukin fjárframlög til hjálparstarfs

Milljónir evra hafa runnið til hjálparsamtaka í Evrópu frá fólki víða um Evrópu og Bandaríkin í kjölfar þess að mynd birtist í fjölmiðlum af litlum sýrlenskum dreng sem fannst látinn í flæðarmálinu á baðströnd í Tyrklandi eftir að bátur sem hann var farþegi í ásamt fjölskyldu sinni sökk í tyrkneskri lögsögu.

Fram kemur í frétt AFP að fjárframlög til UNICEF hafi aukist stórkostlega síðan myndin birtist. Þá hafi umferð um vefsíðu samtakanna aukist um 149% miðað við daginn á undan. Hjálparsamtökin Migrant Offshore Aid Station á Möltu hafa síðan í gær fengið loforð um 600 þúsund evrur en á góðum degi þykja 10 þúsund evrur á dag gott.

Þá hefur þrýstingur á ríkisstjórnir aukist að leggja fram aukið fjármagn vegna flóttamannavandans og hefur til að mynda breska ríkisstjórnin þegar tilkynnt aukin framlög.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert