Allar kirkjur taki að sér flóttafólk

Páfi hvetur kaþólska í Evrópu að hugsa um þá sem …
Páfi hvetur kaþólska í Evrópu að hugsa um þá sem minna mega sín og taka að sér flóttafólk AFP

Frans páfi hvatti allar kaþólskar sóknir í Evrópu til þess að taka að sér flóttamannafjölskyldu og segir að þær tvær sóknir sem eru í Páfagarði muni taka við flóttamönnum og þar með sýna gott fordæmi. Á sama tíma segir forsætisráðherra Ísraels að ekki komi til greina að kaffæra landinu í flóttafólki.

Páfi sagði við messu í dag að grípa verði til aðgerða til þess að styðja flóttafólkið og allir innan kaþólsku kirkjunnar í Evrópu verði að taka þátt. Hvort heldur sem það eru sóknir, klaustur eða önnur samfélög kaþólskra í Evrópu. 

Við blasi harmleikur tugþúsunda hælisleitenda sem eru að flýja dauðann og eru fórnarlömb stríðs og hungurs. Fólk sem vonast til þess að öðlast nýtt líf. Hann segir að það sé hlutverk kirkjunnar að styðja við bakið á þeim sem minna mega sín, með því sé hægt að gefa þeim von um framtíð.

„Þetta snýst ekki um að segja fólki að sýna hugrekki, að sýna þolinmæði, segir Frans páfi. 

Frans páfi notaði sögu af Jesús þar sem hann læknar daufdumban mann sem skýringu og benti á að slík kraftaverk eigi sér stað í Evrópu. Þar sem fólk hafi læknast af sjálfselsku og í stað þess að hugsa aðeins um eigið skinn sé fólk farið að hugsa um aðra og veita þeim aðstoð. 

Ekki kaffært í ólöglegu förufólki og hryðjuverkamönnum

Forsætisráðherra Ísraels, Benjamin Netanyahu, segir að hann muni ekki samþykkja það að landinu verði kaffært í flóttafólki en stjórnvöld í Ísrael hafa verið hvött til þess að leggja sitt af mörkum til þess aðstoða flóttafólk sem er að flýja stríðið í Sýrlandi.

Á ríkisstjórnarfundi í dag tilkynnti Netanyahu einnig um að verið væri að hefjast handa við byggingu varnargirðingar á landamærum Jórdaníu. „Við munum ekki heimila að Ísrael verði kaffært með bylgju ólöglegs förufólks og hryðjuverkamanna,“ sagði Netanyahu.

„Ísrael er áhugalaust um mannlegan harmleik sýrlenskra og afrískra flóttamanna ... en Ísrael er lítið land -- mjög lítið -- án lýðfræðilegra eða landfræðilegrar dýptar. Það er þess vegna sem við verðum að gæta landamæra okkar.“

Leiðtogi stjórnarandstöðunnar, Isaac Herzog, hvatti í gær til þess að Ísrael myndi taka á móti sýrlenskum flóttamönnum og minnti á gyðinga sem hafi verið á flótta í fyrri stríðum.

Forseti Palestínu, Mahmud Abbas, hefur einnig beðið Ísrael um að heimila Palestínumönnum frá flóttamannabúðum í Sýrlandi til þess að ferðast inn á palestínskt landsvæði en landamærum þess er stýrt af ríki gyðinga.

Samkvæmt opinberum tölum eru 45 þúsund ólöglegir innflytjendur í Ísrael, flestir frá Erítreu og Súdan. Þeir sem ekki eru í haldi búa á fátækum svæðum suður af Tel Aviv þar sem ítrekað hefur mótmælt að þeir skuli vera þar.

Fjölmennt var á Péturstorginu í Róm þar sem Frans páfi …
Fjölmennt var á Péturstorginu í Róm þar sem Frans páfi predikaði í morgun. AFP
Forsætisráðherra Ísraels Benjamin Netanyahu
Forsætisráðherra Ísraels Benjamin Netanyahu AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert