Neitar að fjarlægja hatursummæli

Skemmdir hafa verið unnar á útilistaverki eftir breska listamanninn Anish Kapoor í tvígang á stuttum tíma en verkið er í garðinum við höllina í Versailles. Farið er að tala um menningarfasisma í Frakklandi.

Verk Kapoors nefnist Dirty Corner (Skítuga hornið) opinberlega en er yfirleitt kallað leggöng drottningar (Queens vagina) , var fyrst skemmt í júní er krotað var á það. En nú um helgina var makað á það slagorðum gegn gyðingum með málningu. Kapoor hefur farið fram á að verkið verði ekki hreinsað heldur notað til þess að vekja athygli á hatrinu.

Í október í fyrra voru skemmdarverk unnin á verki bandaríska högglistamannsins Pauls McCarthys á Place Vendôme og þurfti að fjarlægja verkið. Sum­um fannst verkið minna á jóla­tré en aðrir sögðu það helst líkj­ast risa­vöxnu kyn­lífs­leik­fangi.

Um var að ræða risa­vax­inn upp­blás­inn skúlp­túr sem list­rænn stjórn­andi seg­ir að snú­ist um fant­así­ur, en eitt­hvað virðist það mis­jafnt hvaða fant­así­ur koma upp í huga fólks þegar það horf­ir á verkið. Verkið fékk ekki að standa lengi áður en það var eyðilagt.

Eitt þeirra verka sem hefur fengið að finna fyrir fasisma er verk sem í dag er eitt helsta tákn Parísar þegar kemur að nútímalist. Um er að ræða verk Daniels Burens, Les Deux Plateaux, í garði kon­ungs­hall­ar­inn­ar í Par­ís, Pala­is Royal. Verkið var sett um miðjan níunda áratuginn og á þeim tíma varð það ítrekað fórnarlamb skemmdarverka. Til að mynda var ritað á það: „Burt með súlur vinstri sinnaðra gyðinga“. Þar var verið að vísa til þess að á þeim tíma var Jack Lang, menningarmálaráðherra sósíalista og var hann sakaður um að styðja við bakið á listamönnum úr hópi gyðinga.

Í grein Guardian er rætt við aðalritstjóra Beaux Arts tímaritsins, Fabrice Bousteau, en hann hefur einnig stýrt fjölmörgum myndlistarsýningum.

Hann segir að í hvert skipti sem skemmdir væru unnar á nútímalistaverkum væri hægt að tengja það stuðningsmönnum þjóðernisflokksins Front National. Hann vísar þar til skemmdarverka á verki Burens og á þeim tíma varð Buren mjög um og ó og sagðist ekki hafa séð áletranir sem þær sem ritaðar voru á verk hans, síðan á tímum seinni heimstyrjaldarinnar.

„Það er minnihluti frönsku þjóðarinnar sem aðhyllist fasisma þegar kemur að menningu og einkum um þegar það sem þessi hópur telur úrkynjaða list,“ segir Bousteau og bætir við að flestir Frakkar beri virðingu fyrir samtímalist en þessir fasistar sjái verkin sem hnignun Frakklands. 

Anish Kapoor hefur sagt að hann muni ekki taka áletranirnar og segir að verk hans séu samfélagsleg yfirlýsing. Það er rétt hjá honum að gera það segir ritstjórinn. 

Bousteau segir að Palais Royal, Place Vendôme, Château de Versailles séu allt táknrænir staðir fyrir franska lýðveldið. Skemmdarvargarnir telja að samtímalist geri lítið úr þessum gildum. „Hlustaðu á Front National og þú áttar þig á því að það eina sem þau sjá sem almennilega menningu eru verk sem falla undir menningararfleiðina.

AFP
Verk Anish Kapoor, Dirty corner eða kynfæri drottningar. Arfleið gyðinga …
Verk Anish Kapoor, Dirty corner eða kynfæri drottningar. Arfleið gyðinga og kabbalista: þessi viðrini skapa hættu fyrir þig - er meðal þess sem er ritað á verkið. AFP
Í garði Palais Royal í París, verk eftir Daniel Buren …
Í garði Palais Royal í París, verk eftir Daniel Buren myndlistarmann Einar Falur Ingólfsson
Listaverkið Tree eftir Paul McCart­hy
Listaverkið Tree eftir Paul McCart­hy afp
Verk Anish Kapoor
Verk Anish Kapoor AFP
AFP
AFP
AFP
Anish Kapoor
Anish Kapoor AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert