Met Viktoríu slegið í dag

Elísabet Englandsdrottning
Elísabet Englandsdrottning AFP

Elísabet II Englandsdrottning verður í dag sá þjóðhöfðingi Bretlands, sem lengst hefur ríkt. Slær hún þar með met langalangömmu sinnar, Viktoríu drottningar, sem ríkti í 63 ár, sjö mánuði og tvo daga. Embættismenn bresku krúnunnar hafa reiknað það út að tímamótin muni eiga sér stað um klukkan hálf fimm í dag að íslenskum tíma.

Drottningin mun sjálf ekki vilja gera mikið úr þessum tímamótum en mun þó taka þátt í stuttri og látlausri athöfn vegna vilja almennings. 

Elísabet er jafnframt elsti konungborni þjóðhöfðingi Evrópu. Sonur hennar, Karl, prins af Wales varð fyrir þremur árum sá ríkisarfi, sem lengst hefur beðið eftir krúnunni. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert