Dauði eða upprisa?

Breskir fjölmiðlar hafa í dag fjallað með ólíkum hætti um kjör Jeremy Corbyns sem leiðtoga Verkamannaflokksins. Hægrisinnaðir fjölmiðlar segja að niðurstaða þýði að Verkamannaflokkurinn eigi eftir að vera lengi í stjórnarandstöður. Fjölmiðlar til vinstri fagna kjöri Corbyns.

„Bless, bless Verkamannaflokkur!“ er fyrirsögn dagblaðsins Sunday Express á meðan Mail on Sunday birti mynd af hinum 66 ára gamla Corbyn með fyrirsögninni „Rauður og grafinn“.

„Dauði Nýja Verkamannaflokksins“ er fyrirsögnin á Sunday Telegraph og vísar til þess þegar Tony Blair var formaður flokksins og flokkurinn gekk í gegnum endurnýjun lífdaga. 

„Verkamannaflokkurinn er ekki dauður, heldur Blairismi. Jeremy Corbyn tókst loks að drepa hann,“ segir í ritstjórnargrein í Sunday Telegraph. 

Sunday Times fjallar um þá deilur sem hafa staðið á milli ólíkra fylkinga innan Verkamannaflokksins, en nokkrir hafa haldið því fram að þeir geti starfað í flokknum undir forysti Corbyns. Fyrirsögn Sunday Times er: „Corbyn leiðir til borgarstyrjaldar innan Verkamannaflokksins.“

Corbyn vann stórsigur í kjörinu í dag, en hann hlaut 59,5% atkvæða. Næst á eftir kom Andy Burnham með 19%, Yvette Cooper með 17% og Liz Kendall með 4,5%. 

Independent on Sunday vísaði til ummæla sem Corbyn lét falla í ræðu í dag, þar sem hann fagnaði nýjum stuðningsmönnum og þeim sem hafa snúið aftur í flokkinn, með fyrirsögninni: „Velkominn í flokkinn, velkomin heim“.

Ljóst er að Corbyn verið 

Rafael Behr, blaðamaður Guardian, segir að kjör Corbyns sé pólitískur jarðskjálfti og benti á að þátt ungs fólks, sem hingað til hafi ekki sýnt stjórnmálum mikinn áhuga. Blariismi heyri nú sögunni til og nú séu tímarnir gjörbreyttir.

Dauði Verkamannaflokksins eða upprisa? Það á tíminn eftir að leiða í ljós.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert