Kyssa fordómana í burtu

Borgarfulltrúarnir Anders Agren og Hans Lindberg eru meðal þeirra sem …
Borgarfulltrúarnir Anders Agren og Hans Lindberg eru meðal þeirra sem taka þátt í herferðinni Utopia

Þekkt fólk úr sænsku athafnalífi, stjórnmálamenn og menningarvitar hafa tekið höndum saman og taka þátt í herferð gegn fordómum gegn samkynhneigðum. Í Umeå má víða sjá veggspjöld með þekktu fólki af sama kyni kyssast.

Veggspjöldin blasa við um allt í stærstu verslunarmiðstöðinni í Umeå en þar verður haldin hinsegin hátíð um helgina. Borgarfulltrúar hægri flokksins, Moderate, og jafnaðarmanna taka þátt í kossaverkefninu sem og íshokkíþjálfurum, háskólakennurum og safnstjórum. 

Stærstur hluti hátíðarhaldanna fer fram í Utopia verslunarmiðstöðinni enda spáð rigningu næstu daga.

Utopia
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert