Lést við að taka „selfie“ í Taj Mahal

Taj Mahal er frægasta bygging Indlands.
Taj Mahal er frægasta bygging Indlands. mbl.is/Einar Falur

Hinn 66 ára gamli Hideto Ueda fékk hjartaáfall og lést eftir að hafa dottið í stiga í Taj Mahal á meðan að hann var að taka hina fullkomnu „selfie.“

„Selfie“-æðið sem hefur tröllriðið heimsbyggðinni er flestum kunnugt en nú hafa stjórnvöld víða séð að æðinu fylgir nokkur hætta og er lát Ueda ekki eina tilfellið.

Ueda sem kemur frá Japan var á ferð um Taj Mahal ásamt þremur félögum sínum og leiðsögumanni. Eftir að hafa klifrað upp stiga Taj Mahal missti Ueda jafnvægið og féll til jarðar.

„Það var kallað á sjúkrabíl og hann fluttur strax á spítala en allt kom fyrir ekki. Eftir krufningu kom í ljós að orsök andlátsins var hjartaáfall. Við höfum látið japanska sendirráðið vita af þessu leiðindaatviki,“ sagði Susant Gaur lögreglumaður í viðtali við AFP fréttaveituna. Frekari rannsókn á málinu stendur nú yfir.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem andlát ber að höndum vegna „selfie“-æðisins og má þar nefna atvik frá því í janúar í Indlandi þegar að þrír menn létust eftir að hraðlest ók á þá en þeir höfðu staðið á lestarteinunum að taka „selfie.“ Þá lést ferðamaður í Noregi fyrr í mánuðinum eftir að hafa fallið niður Trolltunga klettinn sem er 700 metra yfir vatninu Ringedalsvatnet eftir að hafa reynt að taka hina fullkomnu „selfie.“

Frétt The Telegraph 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert