Nýtt lýðræði játar sig sigrað

Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikklands og leiðtogi Syriza.
Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikklands og leiðtogi Syriza. AFP

Hægriflokkurinn Nýtt lýðræði hefur viðurkennt ósigur sinn í grísku þingkosningunum sem fram fóru í dag. Samkvæmt fyrstu tölum hlaut vinstriflokkurinn Syriza um 35% atkvæða og Nýtt lýðræði 28%. Enn á eftir að telja um 21% atkvæða. Verði þetta niðurstaðan er Syriza ekki með meirihluta atkvæða og þarf því að fá aðra flokka til samvinnu. Al­ex­is Tsipras, leiðtoga Syriza, var ákaft fagnað í kosningamiðstöð flokksins í Aþenu. Þar beið hans mikill fjöldi stuðningsmanna. 

Vangelis Meimarakis, leiðtogi Nýs lýðræðis segir: „Niðurstöður kosninganna virðast afgerandi og að Syriza og herra Tsipras leiði. Ég óska honum til hamingju og hvet hann að stofna þá ríkisstjórn sem til þarf.“

Fimmtu kosningarnar á sex árum

Þetta er í fimmta sinn á sex árum sem kosn­ing­ar fara fram í land­inu. Ákveðið var að efna til kosn­inga í ág­úst eft­ir að Syr­iza missti meiri­hluta á þing­inu. Vin­sæld­ir Al­ex­is Tsipras, leiðtoga Syr­iza, döluðu veru­lega eft­ir að hann samþykkti efna­hagsaðgerðir í land­inu í sam­starfi við leiðtoga Evr­ópu­sam­bands­ins. Sam­kvæmt aðgerðunum verður farið í veru­leg­an niður­skurð í rík­is­út­gjöld­um, þvert á það sem flokk­ur­inn hafði lofað í síðustu kosn­ing­um.

 Tsipras sagði fyrir kosningarnar í dag að hann hefði tekið land sitt umfram flokkinn í þessu máli. Hefði hann ekki samþykkt þriggja ára áætlun um efnahagsaðgerðir hefði Grikkland líklega þurft að fara út úr evrusamstarfinu.

Alexis Tsipras á kjörstað í dag.
Alexis Tsipras á kjörstað í dag. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert