Tíu látnir eftir skotárás í háskóla

Mynd úr safni.
Mynd úr safni. Ljósmynd/Wikipedia

Að minnsta kosti tíu eru látnir og 20 særðir eftir skotárás sem gerð var í háskóla í Oregon ríki í Bandaríkjunum í dag.

Frá þessu er greint á vef CNN en þar segir að búið sé að yfirbuga skotmanninn, sem nú er í haldi lögreglu. Ekki liggur fyrir hvort hann hafi særst í aðgerðum lögreglu.

„Við fundum nokkra særða í nokkrum skólastofum þegar við komum á vettvang. Lögregla var á svæðinu og tókst henni að yfirbuga skotmanninn,” sagði Ray Shoufler, slökkviliðsstjóri Douglas-sýslu í samtali við CNN. Bætti hann því við að tvö fórnarlömb skotárásarinnar hefðu látist á leiðinni á sjúkrahús.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert