Vill að lög um skotvopn verði hert

Barack Obama Bandaríkjaforseti lýsti yfir reiði og sorg vegna atburða dagsins, þar sem tugur manna var skotinn til bana í háskóla í Oregon-ríki í Bandaríkjunum og yfir tuttugu til viðbótar særðust.  

„Einhverra hluta vegna varð þetta að venju,” sagði Obama á blaðamannafundi í Hvíta húsinu vegna skotárásarinnar og vísaði þar til hinna fjölmörgu skotárása sem hafa átt sér stað í bandarískum háskólum.

„Við getum raunverulega gert eitthvað í því, en við verðum að breyta lögunum,” sagði Obama. „Það má ekki vera auðvelt fyrir einhvern sem vill skaða annað fólk að komast yfir skotvopn,” hélt hann áfram. Sagðist Obama vilja herða lög um skotvopn í Bandaríkjunum.

Frétt mbl.is: Byssumaðurinn skotinn til bana

Barack Obama Bandaríkjaforseti kallaði eftir því að lög um skotvopn …
Barack Obama Bandaríkjaforseti kallaði eftir því að lög um skotvopn í Bandaríkjunum yrðu hert á blaðamannafundi í Hvíta húsinu vegna skotárásarinnar í háskóla í Oregon-ríki í dag. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert