18 loftárásir á 24 klukkutímum

Reykmökkur stígur upp frá borginni Douma í Sýrlandi eftir sprengjuárásir …
Reykmökkur stígur upp frá borginni Douma í Sýrlandi eftir sprengjuárásir stjórnarhers landsins u miðjan síðasta mánuð. ABD DOUMANY

Rússneskar herþotur hafa gert 18 loftárásir í Sýrlandi á undanförnum sólarhring samkvæmt rússneska ríkisfjölmiðlinum Tass, þrátt fyrir áhyggjur stjórnmálamanna víðs vegar um heiminn af hernaðarlegri þátttöku Rússa í landinu.

Tass greindi frá því í dag að Rússar hefðu gert 18 árásir á 12 mannvirki Ríkis íslams. Var þar vísað til upplýsinga frá talsmanni varnarmálaráðuneytis Rússlands, Ígor Konashenkov.

Frétt mbl.is: Rússar réðust á höfuðvígi Ríkis íslams í Sýrlandi

Á sama tíma efast stjórnvöld víðs vegar um heiminn um að árásum Rússa sé aðeins beint gegn Ríki íslams en föstudagurinn í dag er þriðji dagurinn í röð sem Rússar þar sem Rússar gera loftárásir í Sýrlandi.

Fylking Vesturlanda og annarra ríkja hefur brýnt fyrir rússneskum stjórnvöldum að látið verði tafarlaust af árásum á stjórnarandstöðuna í Sýrlandi og óbreytta borgara og að Rússar einblíni þess í stað á árásir gegn hryðjuverkahópnum Ríki íslams.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert