„Assad Sýrlandforseti er vandamálið“

Barack Obama Bandaríkjaforseti á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í dag.
Barack Obama Bandaríkjaforseti á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í dag. AFP

Barack Obama Bandaríkjaforseti segir loftárásir Rússa í Sýrlandi draga úr styrk hófsamra uppreisnarmanna úr röðum stjórnarandstöðunnar í landinu. Segir hann hernaðarþátttöku Rússa í landinu þannig til þess fallna að styrkja frekar uppgang Ríkis íslams.

Rússar hafa haldið því fram að loftárásum þeirra sé eingöngu beint að Ríki íslams, en stjórnarandstaðan í Sýrlandi og mörg Vesturlanda hafa aftur á móti haldið öðru fram. Segja þau Rússa ekki gera greinarmun á uppreisnarmönnum, séu þeir á annað borð óvinir Bashar al-Assad Sýrlandsforseta.

„Assad Sýrlandsforseti, og grimmd hans sem sýrlenskir borgarar hafa þurft að sitja undir, er vandamálið í Sýrlandi, og þessu verður að linna,” sagði Obama á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í dag.

„Við ætlum ekki að vinna með Rússum að því að tortíma öllum sem eru komnir með nóg af Assad,” sagði hann og bætti við að frá sjónarhorni Rússa séu allir uppreisnarmenn í landinu hryðjuverkamenn.

„Og það er uppskrift að hörmungum,” sagði Obama.

Frétt BBC um málið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert