Hetjan sem var skotin sjö sinnum

Chris Mintz var í hernum í tíu ár.
Chris Mintz var í hernum í tíu ár. Af Facebook

Ungur maður bjargaði lífi skólafélaga sinna í gær þegar hann réðst á byssumanninn Chris Harper-Mercer sem hóf skothríð í Umpqua háskólanum í gærmorgun. Bjarvætturinn var í kjölfarið skotinn sjö sinnum af hinum 26 ára gamla árásarmanni en tíu létust í árásinni.

Fyrri frétt mbl.is: Einfari og afar náinn móður sinni

Harper-Mercer á að hafa gengið á milli skólastofa og drepið fórnarlömb sín.

Bjargvætturinn heitir Chris Mintz og er þrítugur. Hann er nú á batavegi en hann þurfi að undirgangast aðgerðir á sjúkrahúsi eftir árásinna. Að sögn frænda Mintz, Derek Bourgeois, réðst sá fyrrnefndi á Harper-Mercer því „það var engin leið að hann myndi horfa á og fylgjast með einhverju svona hræðilegu gerast“.

Frænka Mintz sagði jafnframt í samtali við NBC að hann hafi reynt að vernda fólk eins og hann gat. „Okkur var sagt að hann hafi drýgt hetjudáð til þess að vernda fólk,“ sagði frænkan, Sheila Brown. Þrátt fyrir að hafa verið skotinn sjö sinnum voru stærstu líffæri hans ósködduð. 

Mintz er frá Norður-Karólínu og er fyrrum hermaður. Hann byrjaði daginn á því að óska syni sínum til hamingju með afmælið á Facebook. Síðan fór hann í skólann.

„Sonur minn á afmæli,“ á Mintz að hafa sagt eftir að hann var skotinn. Að sögn bandarískra fjölmiðla var hann í hernum í tíu ár áður en hann flutti til Oregon til þess að vera með syni sínum.

Að sögn frænda hans var þetta fyrsta vika Mintz í skólanum en hann stefnir að því að verða líkamsræktarþjálfari.

Frétt The Telegraph

Beðið var fyrir fórnarlömbum Harper-Mercer í gærkvöldi.
Beðið var fyrir fórnarlömbum Harper-Mercer í gærkvöldi. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert