Með 274 milljónir í reiðufé

Við Perthus landamærastöðina sem skilar að Spán og Frakkland
Við Perthus landamærastöðina sem skilar að Spán og Frakkland AFP

Lögreglan í Suður-Frakklandi handtók ökumann sem var með 1,9 milljónir evra í reiðufé faldar í bifreið sinni. Maðurinn, sem er rúmlega þrítugur Ungverji, var að koma frá Spáni en peningarnir fundust við leit á landamærastöðinni í Perthus.

Maðurinn hafði neitað því að vera með meira en 10 þúsund evrur í reiðufé í fórum sínum en það er hámark þess sem ferðamenn mega taka með sér til og frá Frakklandi.

Peningarnir voru faldir í leynihólfi rétt hjá hemlaljósum bifreiðarinnar og þegar lögregla leitaði betur fannst meira fé í hólfi sem vanalega hýsir varadekk bifreiða.

Alls fundust 1.918.460 evrur, tæplega 274 milljónir króna, í bifreiðinni, mestallt í 20 og 50 evru seðlum.

Maðurinn er í gæsluvarðhaldi sakaður um peningaþvætti, samkvæmt frétt The Local.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert