630 þúsund komið ólöglega til ESB

AFP

Um 630 þúsund manns hafa komið með ólöglegum hætti til landa Evrópusambandsins það sem af er ári, samkvæmt upplýsingum frá  Frontex, landamærastofnun Evrópusambandsins.

Þetta er meðal þess sem kemur fram í viðtali við framkvæmdastjóra Frontex, Fabrice Leggeri, sem birt verður á morgun. Um er að ræða fyrstu níu mánuði ársins. 

Meðal þeirra sem hafa tekið þátt í eftirliti Frontex er áhöfn varskipsins Týs og flugvél Landhelgisgæslunnar, TF-SIF.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert